Spurning:
Halló.
Ég er ófrísk af þriðja barni komin 32 vikur, er búin að vera með grindargliðnun núna í fjóra og hálfan mánuð. Undan farnar vikur hefur útferðin hjá mér aukist. Hún er gul eða gulbrún á litin og lyktar illa. Þetta er orðið svo mikið að ég skipti um nærbuxur lámark tvisvar á dag. Er þetta í lagi eða verð ég að láta athuga þetta.
Kær kveðja.
Svar:
Sæl.
Illa lyktandi útferð kallar alltaf á læknisskoðun. Þetta gæti verið bakteríusýking eða sýking með Trichomonassýkli og þannig sýkingar verður að meðhöndla. Talaðu við lækninn þinn í mæðraverndinni.
Kveðja,
Dagný Zoega, ljósmóðir