Aukinn hárvöxtur?

Spurning:
Ég er tvítug og undanfarið hefur hárvöxtur á "óeðlilegum" stöðum aukist, bringu og þ.h. Ég er nýhætt á pillunni en getur verið einhver önnur ástæða? Eða eitthvað sem hægt er að gera til að draga úr þessu. Hef heyrt talað um einhverja sérstaka pillu með hormónum sem draga úr svona hlutum. Takk fyrir

Svar:
Ágæti fyrirspyrjandi,

Ef um skyndilegan aukinn hárvöxt er að ræða er alltaf tilefni til þess að ræða við lækni.  Best er að byrja á heimilislækni sínum en þeir eru vel að sér um þessi mál og sendir hann þig áfram ef hann vill frekari skoðun. 
Jú það eru til sérhæfð lyf sem hamla hárvexti, sem hægt er að grípa til þegar búið er að útiloka að gera þurfi eitthvað sértækt fyrst.

Bestu kveðjur,

Arnar Hauksson dr med.