Spurning
Er eðlilegt að 12 ára drengur finni til þegar hann fær snertingu á geirvörtunar því það er soldið mjög vont þegar ég snerti þær?
Svar
Það er alveg eðlilegt að 12 ára drengur verði aumur í geirvörtunum. Drengir eins og stúlkur verða kynþroska og er þetta hluti af því.
Á gelgjuskeiðinu breytast stundum geirvörtur drengja. Undir annarri eða báðum geirvörtum myndast svolítið þykkildi sem stundum er sárt viðkomu. Það getur litið út eins og þeir hafi fengið ofurlítil brjóst. Þetta er ekkert til að hafa áhyggjur af og þessi stækkun hverfur yfirleitt eftir nokkurn tíma og er ekki um það að ræða að þeir fái varanleg brjóst.
Með góðri kveðju og ósk um gott gengi
Jórunn Frímannsdóttir
Hjúkrunarfræðingur
Ritstjóri www.Doktor.is