Aumar geirvörtur?

Spurning:
Ég er 46 ára og er með aumar geirvörtur. Þær eru harðar og aumar viðkomu, búin að vera svona aum í rúma viku. Er þetta eðlilegt? Getur þetta verið eitthvað viðkomandi hórmónum sem ég tek, Trisekvens?

Svar:
Ágæti fyrirspyrjandi.

Þetta gæti verið tengt en þarf þó ekki að vera. Þú þarft að fara í viðtal og skoðun til þess læknis sem er með þig í eftirliti. Þessi einkenni hljóma ekki eins og eitthvað alvarlegt sé á seyði, en samt er ekki ráðlegt að vanrækja svona einkenni. Drífðu þig því í skoðun hafir þú ekki þegar farið.

Bestu kveðjur

Arnar Hauksson dr med.