Spurning:
Ég hef heyrt að ávextir skiptist í þrjá ,,hluta" og að maður þurfi að passa að borða úr öllum. Er eitthvað til í þessu?
Svar:
Ég hef aldrei heyrt þess getið. Engu að síður er það góð regla að tileinka sér fjölbreytni í ávaxtavali sem og í fæðuvali almennt.
Kveðja, Ólafur G. Sæmundsson, næringarfræðingur