Bakercist

Sæl öll , ég hef verið undanfarin ár að fá Bakercist í hnésbót og langar að vita hvað ég geti gert ? Verkirnir eru mjög slæmir fyrst og hverfa ekki fyrr hún fer að leka eða er sprungin . Mér finnst best að hafa fótinn beinan í lazyboy eða leggjast í rúmið . Er i lagi að hafa hné-bindi eða hvað ?
Fyrirfram þakkir og kærleikskveðjur

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina.

Bakercist er hvimleitt vandamál og getur verið vandasamt að eiga við. Það sem hefur reynst fólki best er einmitt þetta sem þú gerir, að hafa fótinn í hálegu og hvíla hann. Það er ekkert því í fyrirstöðu að vefja hnéð eða nota þartil gerð hnébindi, það bæði heldur við bólgunni og veitir stuðning.

Versni þetta eða heimaráðin hætta að virka þá þarf stundum að grípa til þess að sprauta sterum í hnéð.

með kveðju,

Lára Kristín Jónsdóttir

Hjúkrunarfræðingur.