Bakflæði

Sæl,

Hvernig eru einkenni bakflæðis??

Bestu kveðjur

Sæl/ll og takk fyrirspurnina

Einkennin geta verið ansi mismunandi og oft óljós en þau helstu eru:

  • Algengast er að fá brjóstsviða, brunatilfinningu undir bringubeini eða í háls.
  • Sumir finna eitthvað gúlpast upp í sig, súr ropi.
  • Ógleði og velgja
  • Einkennin versna yfirleitt eftir máltíð, við að leggjast út af eða beygja sig fram.
  • Sumir finna fyrir andþyngslum eða hæsi.
  • Brjóstverkur
  • Einkenni geta verið afar mismunandi milli einstaklinga

Ég sendi þé tengil á góða grein um Bakflæði sem getur gagnast þér ef þú smellir hér

Gangi þér vel

Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur