Góða kvöldið
Nu hef eg verið bakveik frá 17ára aldri
Er 28ára i dag.
Nýlega kom i ljós að það er sprunga i beini við hryggjalið
Ekki er vitað hvort það sé ny eða gömul sprunga
I verstu verkjarköstunum tekur taugakerfið við
Og allur líkamin fer að titra og eg get ekki gengið
Er eitthvað gert i svoleiðis?
Sæl og takk fyrir fyrirspurnina
Þú virðist vera að glíma við flókið vandamál sem illmögulegt er að aðstoða þig með á svona miðli. Það er eflaust hægt að aðstoða þig með ýmsum hætti varðandi verkina og að læra að lifa með þeim. Eins þarf væntanlega að fylgjast með þessari sprungu og hvernig hún grær.
Þú skalt endilega ráðfæra þig við þinn meðhöndlandi lækni varðandi möguleg úrræði, sjúkraþjálfun, verkjaskóla og lyfjameðferð svo eitthvað sé nefnt.
Gagni þér vel
Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur