Þarf að losna við 18 kg á 4 mánuðum

Spurning:

Sæl og blessuð.

Ég er 30 ára gömul og er að fara í frekar stóra aðgerð í byrjun júní og ég þarf að losa mig við 18 kg fyrir þann tíma. Er það óraunhæft? Ég er að æfa 30 mín. á dag og reyni að borða léttan mat.

Kær kveðja.

Svar:

Sæl.

Það er æskilegt að léttast um 1/2 til 1 kg í mesta lagi á viku og það eru u.þ.b. 17 vikur þar til júní byrjar. Þú gætir mögulega náð þessu en þá verður þú að vera mjög samviskusöm með mataræði og þjálfun og gæta þess að hafa þjálfunina fjölbreytta svo að þú staðnir ekki. Líkaminn er fljótur að aðlagast breyttu álagi en ef þú æfir á fjölbreyttan hátt ættirðu að koma í veg fyrir það.

Gangi þér vel.
Ágústa Johnson, líkamsræktarþjálfari