Þarf ég meira vatn á meðgöngu?

Spurning:
Það sem ég er að velta fyrir mér er hvort að líkaminn þurfi á meira vatni að halda á meðgöngunni en vanalega? Ég er komin 12 vikur á leið og finnst ég vera að fá höfuðverk frekar oft (sem ég tengi við vatnsskort). Ég passa samt, eins og ég hef gert lengi, að drekka töluvert af vatni yfir daginn.

Svar:
Það er rétt hjá þér að líkaminn þarf meira vatn á meðgöngu en ella og vatnssöfnun er eitt af því fyrsta sem hann tekur upp á þegar kona verður barnshafandi. Ástæðan er ekki legvatnið sem framleiðist heldur að blóðið eykur rúmmál sitt um u.þ.b. þriðjung. Því þurfa konur að drekka mikinn vökva alla meðgönguna og hin aukna vökvaþörf byrjar strax í upphafi meðgöngu.

Kveðja,

Dagný Zoega, ljósmóðir