Barnabarn mitt gengur á tánum?

Spurning:
Góðan daginn.
Barnabarnið mitt sem er drengur að verða 2ja ára gengur svo mikið á tánum og er búinn að gera það í nokkurn tíma. Er það eðlilegt ? Mamma hans segir hann stundum biðja um að láta strjúka sér um fæturnar á kvöldin. Ein áhyggjufull amma.
Svar:
Blessuð.Oftast er ekkert óeðlilegt á ferðinni en útiloka þarf að hásinin sé ekki stutt og eins að ekki sé um að ræða óeðlilegan herping í kálfavöðvum.KveðjaÞórólfur Guðnason