Baugar hjá 6 ára dóttur?

Spurning:
Góðan daginn, mig langar til að spyrjast fyrir um bauga. Það er svoleiðis að dóttir okkar er 6 ára og er með bauga undir augum, getur það stafað af óreglulegum svefni eða er þetta ættgegnt? Með fyrirfram þökk

Svar:
Blessuð.
Baugar undir augum geta verið af ýmsum orsökum:
1) geta verið eðlilegir þ.e. engar undirliggjandi orsakir.
2) geta stafað af óreglulegum svefni.
3) geta sést við ýmsa sjúkdóma.

Til að greina á milli þarf að leita álits læknis.

Kveðja
Þórólfur Guðnason, barnalæknir