Beinkrabbamein og batahorfur?

Spurning:
Getið þið frætt mig um muninn á beinkrabba og meini í beinum út frá brjóstakrabbameini. Hvaða batahorfur eru í dag, við að fá mein í bein út frá brjóstakrabbameini?

Svar:
Með beinkrabbameini er átt við að uppruni krabbameinsins sé í beinum og getur það þá samt sem áður verið um ólikar tegundir beinkrabba að ræða, t. d. sarkmein af ýmsum undirtegundum og fara horfur eftir því hvaða undirmein er um að ræða, aldri sjúklings, hvort hægt sé að skera meinið í burtu og fleiri þáttum.Aftur á móti er ef að um brjóstakrabbamein er að ræða sem er búið að dreifa sér í bein, verður í flestum tilfellum að líta á það sem sjúkdóm sem er kominn til að vera, en hægt er að halda í skefjum í lengri eða skemmri tíma. Til þess eru ýmis lyf notuð, þ.e. hormónalyf, frumudrepandi lyf (cytostatica af ýmsum tegundum) og beinauppbyggjandi lyf, svo og geislameðferð. Horfurnar fara svo eftir mörgum þáttum s.s. hversu vel sjúkdómurinn svarar lyfjameðferðinni, aldri sjúklings og heilsu að öðru leiti, hvort sjúkdómurinn er hratt eða hægt vaxandi o.s.frv. Ég vona að þetta svar hjálpi þér að skilja þennan mun á upprunaæxli (primer tumor) og meinvörpum (metastasis) og ef þú vilt spyrja frekar er þér velkomið að hringja í síma 8004040 frá kl. 15-17 alla virka daga.Kveðja Kristín hjúkrunarfræðingur Krabbameinsráðgjöfinni