Beinþynning

Góðan dag
Ég er nýlega greind með beinþynningu, en fékk engar leiðbeiningar á Landspítala í kjölfarið.
Sérfræðingar í hvaða fagi leiðbeina um meðferð við beinþynningu? Ég er ekki að tala um heimilislækni, heldur sérfræðing.
Með bestu kveðju,

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina.

Þegar greiningin er komin er það í höndum þess læknis sem sendir sjúklinginn í beinþéttnimælinguna að setja upp meðferð og allra best er að sá sem þekkir sjúklinginn og hans sögu setji þetta upp og fylgi eftir. Hins vegar getur verið nausynlegt að hitta innkirtlasérfræðing, gigtarlækni eða aðra sérfræðinga (öldrunarlækni, kvensjúkdómalækni, lyflækni, bæklunarlæni, endurhæfingalækni og heimilislækni) til að útiloka möguleikann á því að undirliggjandi sjúkdómur sé að valda beinþynnngu.

Læt fylgja slóðir á áhugaverðar síður um efnið.

Gangi þér/ykkur vel.

https://www.landspitali.is/sjuklingar-adstandendur/fraedsluefni/beingisnun-og-beinthynning/

https://www.heilsuvera.is/markhopar/sjukdomar-fravik-einkenni/beinthynning/

https://www.beinvernd.is/

 

með kveðju,

Thelma Kristjánsdóttir

Hjúkrunarfræðingur.