Beinþynning/Beingisnun

Beinþynning og beingisnun er það sami hluturinn?

Sæl /ll og takk fyrir fyrirspurnina.

 

Beingisnun og beinþynning er ekki alveg það sama.

Talað er um beingisnun sem millistig milli eðlilegrar beinþéttni og beinþynningar. Það má því segja að beingisnun sé forstig beinþynningar.

Árið 1994 ákvað Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) að skilgreina hlutfallslega lágan beinmassa (beingisnun eða osteopenia) og beinþynningu (osteoporosis) sem ákveðin fjölda staðalfrávika frá meðaltali MBM kvenna (nærendi lærleggs í heild).

Hér er áhugaverð lesning um þetta á síðu landspítalans:

https://www.landspitali.is/sjuklingar-adstandendur/fraedsluefni/beingisnun-og-beinthynning/

Gangi þér vel,

Svanbjörg Pálsdóttir

Hjúkrunarfræðingur