Beinvoxtur

Kúlulaga bein við innanverðan þumalputta
Virðist hafa stækkað og mikill verkur þar einkum á nóttu og aumt viðkomu.
Hvað getur valdið og er eitthvað hægt að gera?

Sæl/ll og takk fyrir fyrirspurnina

Það er ekki hægt að segja til um hvað þetta er nema skoða þig og þreifa á þessu. Mögulega er þetta  ofvöxtur í beini eða kalkútfelling sem hægt er að lagfæra eða eitthvað allt annað.

Pantaðu tíma hjá heilsugæslulækni sem skoðar þetta og metur hvort þurfi að taka af þessu mynd og/eða framsenda þig til sérfræðings í framhaldinu.

Gangi þér vel

Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur