Betakarotín og lungnakrabbamein?

mig langar að koma fyrirspurn á framfæri. Ég hef heyrt að reykingafólki geti stað hætta af neyslu betakarotíns. Nú eru seldar töflur Imedeen tan optimizer sem eiga að undirbúa og styrkja húð sem á að sólbaða. Eykur neysla á betakarotíni og þá þessum töflum (í innihaldslýsingu er greint frá ,,blandede karotiner”) á hættu á lungnakrabba?

Með fyrirfram þakklæti

Svar

Eftirfarandi upplýsingar eru meðal annars fengnar frá Lýðheilsustöð:

Fólk sem reykir ætti ekki að taka inn ónáttúrulegt beta karótín því rannsóknir benda til að það geti aukið líkur á lungnakrabbameini hjá reykingafólki.   Einungis var notað ónáttúrulegt beta karótín í rannsóknunum en enn hefur ekki verið staðfest hvort náttúrulegt beta karótín hafi þessi sömu áhrif á reykingafólk.

Of mikil neysla á beta-karótíni á einangruðu formi, eins og úr fæðubótarefnum, getur skaðað heilsuna.

Rannsóknir benda til þess að stórir skammtar af beta-karótíni (þ.e. 20 mg á dag) auki líkur á lungnakrabbameini meðal reykingafólks. Bestu kveðjur

Guðrún Gyða