Þindarslit og æfingar?

Spurning:

Sæl.
Ég er með bakflæði og þindarslit. Ég er ekki of þung heldur er þetta ættgengt og á ég þrjú börn sem eru líka orsökin. Ég stunda líkamsrækt og eróbik og finn ég mikið fyrir erfiðum andardrætti og verkjum á milli brjóstana. Ég er á lyfjum. Er í lagi að stunda æfingar þrátt fyrir verki?
Geta æfingarnar eyðilagt þetta meira? Ég vil hafa æfingarnar minn lífsstíl og vil helst ekki hætta að æfa.

Takk fyrir.

Svar:

Sælar.
Líkamsrækt skaðar þig engan vegin hvað bakflæðið varðar. Það er mjög algengt að bakflæðiseinkenni komi fram eða versni við það að bogra, rembast og við ýmsa áreynslu. Verkirnir sem þú lýsir þurfa ekki að tengjast bakflæðinu, heldur getur verið um stoðkerfisverki að ræða í tengslum við líkamsræktina.

Haltu endilega áfram æfingunum.

Kveðja

Sigurbjörn Birgisson, læknir
Sérfræðingur í meltingarsjúkdómum