Fyrirspurn:
Góðan daginn
Mig langar að spyrja hvenær má fara að hreyfa sig t.d. fara í sund og líkamsrækt eftir ökklabrot?
Aldur:
60 ára
Kyn:
Kvenmaður
Svar:
Sæl,
Ég geri ráð fyrir að þú hafir fengið einhver ráð varðandi hreyfingu, ástig og þjálfun. Brotin geta verið mismikil og alvarleg og tel ég eðlilegast að þú fáir ráð hjá þeim lækni eða hjúkrunarfræðingum sem þér sinntu. Það getur verið gott að notast við hækju fyrst til að byrja með til að létta álag. Sund gerir þér örugglega bara gott en líkamsræktin eða mikið ástig þarf kannski að forðast fyrst til að byrja með.
Með kveðju og gangi þér vel,
Unnur Jónsdóttir,
Hjfr. og ritstjóri Doktor.is