Fyrirspurn:
Mig langar til að vita hvort þið getið sagt mér hvað er að. En ég er alltaf með svo mikinn bjúg (í andliti og fótum)og svo er ég með dofa í vinstri handlegg. Vakna orðið mjög þrútin um augun, suma daga er erfitt að opna augun. Ég er búin að fara þrisvar til læknis og það er búið að taka blóðprúfur og ég hef farið í hjartalínurit. Ég hreyfi mig á hverjum degi,drekk nóg vatn og passa mataræðið. Getur þetta verið út af hormónum? Því blæðingarnar eru byrjaðar að vera óreglulegar ?
Aldur:
43
Kyn:
Kvenmaður
Svar:
Sæl
Það er svolítið erfitt að svara þessu. Undirritaður veit ekki hvaða rannsóknir hafa verið gerðar hingað til. Fyrir blæðingar getur orðið nokkur bjúgsöfnun í líkamann en það er hæpið að sú vökvasöfnun verði það mikil að erfitt sé að opna augun. Við svona einkenni þarf að athuga saltjafnvægi, mæla eggjahvítumagn í blóði, fara yfir nýrnastarfsemi, mæla blóðþrýsting og fleira. Það þarf að gæta að saltinntöku, forðast lakkrísát og fleira. Einnig er erfitt að meta hvað dofi í vinstri handlegg þýðir. Þetta er hlutur sem þú þarft að fara betur yfir með þínum lækni.
kveðja
Gunnlaugur Sigurjónsson
Læknir