Hæ. ég fæ mjög oft bjúgu á fótunum og núna er líka komin bjúg í úlnliðnum. Hef tekið bjúgtöflur.
Á ég að fara til læknis eða er þetta eðlilegt og má ég taka bjúgtöflur
Kveðja
Sæl/ll og takk fyrir fyrirspurnina
Bjúgur á höndum og fótum er frekar algengt vandamál og getur haft margar ástæður eins og sjúkdómseinkenni, mataróþol ofl. Nú veit ég ekki hvort þú ert að taka inn vatnslosandi vítamín eða lyf sem þú kallar bjúgtöflur. Vatnslosandi vítamín og drykki er alltí lagi að taka stöku sinnum en lyf skal aldrei taka nema með uppáskrift frá lækni.
Ég mæli með að þú fara til læknis og látir kanna ástæður fyrir þessar bjúgsöfnun hjá þér.
með kveðju,
Lára Kristín Jónsdóttir
Hjúkrunarfræðingur.