Bjúgur

Fyrirspurn:

Getur það talist eðlilegt að vera með það mikið bjúg á fótum að þeir liti út eins og símastaurar og sokkar skilja eftir mjög djúp för inn í fætur ?  og sársauki í ökla út frá því?

 

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina.

Ástæður fyrir bjúgmyndun geta verið mýmargar og alltaf ráðlegt að leita til læknis til að athuga hvort meðferðar er þörf.

Ég set hér með tengil á svar um bjúg sem gæti komið þér að gagni

Með bestu kveðju

Guðrún Gyða