Spurning:
Ég vaknaði 1 morguninn stokkbólgin á hægri fæti ofan á ristinni og tánum og upp á ökkla. Ég fór til læknis og þar fékk ég þau svör að þetta væri bláæðabólga og ætti að lagast á 2 dögum. Svo fór ég aftur og var þá send á annað sjúkrahús til frekari rannsóknar vegna gruns um blóðtappa. Ég fór í hjartarit og það var tekið blóð úr mér og líka tekið blóð úr slagæð og sett í sónar á fótnum en þau fundu ekkert alvarlegt allavega, en þau sögðu að þar sem að ég væri ófrísk komin 11 vikur þá gæti þetta verið bjúgur eða að ég hafi rekið mig í án þess að vita það? En málið er að mig vantar fleiri svör…..EF ÉG VÆRI MEÐ BLÓÐTAPPA MUNDI ÞAÐ ÞÁ KOMA FRAM EF MAÐUR FÆRI BARA Í BLÓÐTÖKU? Er ekki frekar skrítið að þetta sé bara önnur löppin ef þetta er bjúgur vegna meðgöngu? Ég fékk bjúg á hinni meðgöngunni þegar ég var komin rúma 7 mán Á BÁÐA FÆTURNA EKKI BARA AÐRA? MEÐ ÓSK UM SVAR FRÁ EINNI SEM ER AÐ VERÐA MJÖG HRÆDD ÞAR SEM AÐ ÞETTA ER EKKI AÐ LAGST 🙁
Svar:
Ef allar þessar rannsóknir sýndu ekki blóðtappa er hæpið að það sé skýringin á þessari bólgu. Hins vegar er bjúgur vegna meðgöngu ekki líkleg skýring svo möguleikinn er að þetta sé bláæðabólga. Láttu endilega fylgjast með þér.
Kveðja,
Dagný Zoega, ljósmóðir