Blæðing

Mig langar að spurja ég er búin sð vera með rauðan blett á fingr í nokkur ár svo for að að stækka aðeins núna í svona 2-3 ár finn ég mikið til og þessi blettur bólgnar upp svo byrjar að blæða og það er stanslaust í 2-3 daga það dropar bara úr puttanum svo stoppar það í kannski mánuð þetta er svona eins og sár með mörgum götum ég spurði lækni fyrir 2 árum hann leit valla á þetta sagði þetta bara æða flækju þetta er mjög leiðinlegt þetta springur bara hvenær sem er kv ein orðin leið á þessu

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina

Það er ómögulegt að meta svona einkenni nema sjá þau og jafnvel þyrfti að taka úr þessu sýni til að greina hvað þarna er á ferðinni. Ég ráðlegg þér að fara til húðsjúkdómalæknis og fá góða skoðun og þá jafnvel sýnatöku.

Gangi þér/ykkur vel.

með kveðju,

Thelma Kristjánsdóttir

Hjúkrunarfræðingur.