Blæðingar

Hæhæ.

Ég hef yfirleitt verið á reglulegum blæðingum þegar ég var á pillunni, en þannig er mál með vexti að ég þurfti að hætta að taka hana vegna þess að mér leið bara ótrúlega illa á henni, og sama með stafinn. Það er sirka ár eða 1 og hálft ár ca síðan ég hætti á henni og hefur mér liðið betur. En síðustu 6 mánuði ca. Er mjög skrytið þegar ég fer á blæðingar, það er semsagt bara eins og ég sé að byrja en kemur ótrúlega litið bara og stendur yfir þannig í sirka 5 daga, eftir það fæ ég ótrúlega mikla túrverki og krampa og verður oft óglatt og þá næstu 2 daga er eins og allt blóðið í líkamanum sé að leka úr mér og þarf að skipta um tappa/bindi á ca 30 min fresti.
Er þetta eðlilegt eða óeðlilegt?
Tek það fram að ég hef verið ólétt þegar ég var 16 ára en fór í fóstureyðingu, í dag er ég 20 ára.

 

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina

Nú á ég afskaplega erfitt með að meta þetta svona miðað við þessar upplýsingar hvort þetta sé eðlilegt eða ekki. Ég ráðlegg þér að leita til þíns kvensjúkdómalæknis varðandi þetta mál, því það þarf að skoða þetta vel.

 

Gangi þér vel,

Sigrún Eva Sigurjónsdóttir