Blæðingar eftir að lykkjan er fjarlægð

Góðan daginn.
Ég fór og lét tak lykkjuna hjá mér núna 3.des síðast liðinn. Hún sem ég fór til sagði mér að ég væri með egglos þegar húb tók lykkjuna og að eg myndi byrja á blæðingum eftir ca 2 vikur. Núna eru komnar næstum 4 vikur og ekkert bólar á blæðingum og fæ neikvæð þungunarpróf. Er þett einhvað sem er eðlilegt?

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina.

Nú kemur ekki fram hvort þú hafir verið með hormónalykkjuna eða koparlykkjuna. En þrátt fyrir það þá á hvorug lykkjan að hafa áhrif á þinn hefðbundna tíðarhring, svo ef ég gef mér að þú hafir verið með hormónalykkjuna þá ætti líkami þinn að detta í sinn hefðbundna tíðarhring um leið og hún hefur verið fjarlægð. En tíðarhringurinn okkar getur verið margbreytilegur og ýmsar ástæður legið þar að baki. Ég ráðlegg þér að bíða einn tíðarhring, þ.e ca mánuð og taka þá aftur þungunarpróf ef þú byrjar ekki á blæðingum á þeim tíma. Ef það kemur neikvætt að ræða þá við kvensjúkdómalækni.

Gangi þér vel

með kveðju,

Lára Kristín Jónsdóttir

Hjúkrunarfræðingur.