Blæðingar úr endaþarmi.

Kom upp hjá mér fékk hvellan niðurgang,og svo þurfti eg að fara á wc og það kom blóð í pappirinn ,svo þurfti eg að fara aftur og á kom blóð í klósettið ekki að neinum krafti en samt ?

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina.

Sennilega hefur komið smá rifa á æð neðst við endaþarminn sem er ekki óalgengt við sýkingar í meltingarvegi og niðurgang eða frá gyllinæð.  Þú getur skoðað með spegli eða þreifað fyrir hvort þú sért með gyllinæð. Fylgstu með hvort blóð komi aftur þegar magakveisan er gengin yfir og ef svo er skaltu hafa samband við lækni sem getur athugað hvort blóð sé í hægðum sem þarf þá frekari rannsókn eða hvort það hafi blætt frá gyllinæð sem er þá meðhöndluð með kremi og stílum.

Mikilvægt er að halda hægðum mjúkum og drekka vel af vökva yfir daginn og borða mikið af grófmeti sem jafnar hreyfingu og upptöku úr þörmum.

Gangi þér vel,

Guðrún Ólafsdóttir,

hjúkrunarfræðingur