Blæðingar í 16 daga, eðlilegt?

Spurning:
Halló.
Ég er búin að vera með lykkjuna í 14 mánuði(ekki hormónalykkjuna) og hef haft reglulegar blæðingar. Svo fóru blæðingarnar að byrja fyrr og stóðu yfirleitt í 7 daga, en nú er ég búin að vara á blæðingum í 16 daga og þær eru núna brúnleitar og stundum kemur blóðlitað slím.  Er þetta eðlilegt???

Kv G

Svar:
Ágæti fyrirspyrjandi,
Þetta er í sjálfu sér ekki eðlilegt, en getur oft komið fyrir. Það er alltaf ráðlegt að ræða við lækni og helst fara í skoðun ef þetta lagast ekki fljótt.

Gangi þér vel,
Arnar Hauksson dr med