Blæðingar og getnaðarvarnasprautan?

Spurning:
Komiði sæl.
Ég er 20 ára, átti barn fyrir 7 mánuðum og ákvað að fara á getnaðarvörn sem er kölluð sprautan. Svo ég fer á þriggja mánaða fresti og líkar vel. En eitt sem ég er ekki viss um, þó svo að ég viti að sprautan veldur óreglulegum blæðingum til þess að byrja með, þá er það að þegar ég er á blæðingum þá standa þær yfir í svo langan tíma. Núna t.d. hafa þær staðið síðan 11. ágúst. þær eru ekki miklar en meira en bara útferð. Ég vildi bara spyrja hvort þetta sé alveg örugglega eðlilegt.
Með fyrirfram þökk ein ráðalaus

Svar:
Ágæti fyrirspyrjandi,

Þú hefðir átt að vera upplýst strax í byrjun eða gleymt að lesa leiðbeiningar sem fylgja með um að blæðingar geta bæði dottið út sem og að þær geta orðið óreglulegri. Þetta sem þú lýsir hljómar eins og allt sé í lagi utan hvað það er leiðinlegt að hafa lengri blæðingar. Sprautan er samt örugg.

Bestu kveðjur

Arnar Hauksson dr med