Blæðingar og verkir

Fyrirspurn:


Ég finn alltaf meir og meir fyrir óþægindum við blæðingar.  Miklir verkir og auknar blæðingar.  Fór til læknis fyrir 9 mánuðum vegna þessa og fékk þá hormóna, Novofem.  Mér finnst ástandið hins vegar vera að versna enn og er ekki sátt við það.  Hvað skal gera?

Aldur:
52 ár

Kyn:
Kvenmaður

Svar:

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina,

Auknar blæðingar og verkir er nokkuð sem er ekki óalgengt með hækkandi aldri.
Ég myndi ráðleggja þér að fara aftur til læknis (kvensjúkdómasérfræðings) og segja frá ástandi þínu, það er án efa hægt að gera betur.

Með bestu kveðju og gangi þér vel,

Unnur Jónsdóttir,
Hjfr. og ritstjóri Doktor.is