Blæðingaróregla?

Spurning:
Komið sæl.
Ég fór í kviðarholsspeglun í byrjun febrúar, þá var brennt í burtu legslímuflakk. Fór á blæðingar eftir það og svo aftur núna í þessum mánuði.  En með blæðingunum núna kemur svo mikið af dökku slími, ég finn alveg fyrir því þegar það kemur niður. Er með miklar blæðingar með, meira en vanalega. Getur verið að líkaminn sé eitthvað að hreinsa sig eftir aðgerðina eða að ég sé að missa fóstur?
Kv. Ég

Svar:
Ágæti fyrirspyrjandi.
Skv. lýsingu ertu að fá blæðngu sem hefur smá truflast af aðgerðinni. Þetta ætti að falla í samt lag við næstu tíðir.
Ég geri því skóna að þið hafið gengið tryggilega úr skugga um að þú værir ekki þunguð áður en þú fórst í aðgerðina.

Bestu kveðjur, Arnar Hauksson dr med