Blóð blöðrur

Hæhæ, ég hef síðastliðnu mánuði verið með blóð köggla og eins og slím í leggaungunum, og oftast er þetta brúnt það er vont lykt. Þegar ég stunda kynlíf þa kemur þessar brúnu klessur, ég er á pilluni og fer á blæðingar mánaðelga og er í sirka 4-6 daga á túr en alltaf eru þessir brúnu kögglar og hafa verið núna Í 3 mánuði.

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina.

Það eru margar ástæður sem að gætu legið þarna að baki og erfitt að segja til um hvers vegna þetta er. Ég myndi ráðleggja þér að heyra í kvensjúkdómalækninum þínum og tala um þetta við hann.

Gangi þér vel,

Særún Baldursdóttir, hjúkrunarfræðingur