Blòđ ì hægđum

Hvađ gæti orsakađ þađ tiltöruleg mikiđ kemur stundum eg er stundum međ gyllinæđ fynnst þetta koma ađ innan allt a floti I blođi i klosetti enn er verkjalaus ađ eg held

Sæl / sæll og takk fyrir fyrirspurnina.

Hugsanlega er blæðingin frá gyllinæðinni, en þú segist vera með gyllinæð. Gyllinæð getur einmitt verið bæði fyrir utan og innan endaþarmsopið.

Gyllinæð eru í raun æðahnútar og það getur komið rof á þá og þá getur blætt mikið.

Ef blæðing er ofar í ristlinum litar það hægðirnar og þær verða mjög dökkar eða svartar.

Blóð í hægðum á alltaf af taka alvarlega, það er eitt einkenni ristilkrabbameins. Ef þetta er vegna gyllinæðarinnar er hugsanlegt að hægt sá að fjarlægja hana.

Ég ráðlegg þér að leita til þíns læknis til að ganga úr skugga um hvort blæðingin sé frá æðahnútunum eða ekki.

Gangi þér vel,

Svanbjörg Pálsdóttir

Hjúkrunarfræðingur