Sæl, ég er 72. ára. Um tíma hefur borið á blóði í sæði mis mikið. Ég er með krabbamein í blöðruhálskirtli á byrjunarstigi psa 11. Hef verið í eftirliti sl. 6 ár. Á næsta tíma í nk. febrúar. fyrir um hálfu ári var blóð í þvagi. Yfirlæknir LSH ráðlagði það að ég hætti að takka blóþynningarlyfið (Eliquis 5 mg tvisvar á sólarhring) í þrjá daga. Hefur ekki borið á blóði í þvagi síðan. Einnig tek ég blóðþrýstilyfið Hydromed 12,5 mg. ein tafla á dag.
Á ég að prófa sömu aðferð við þessu vandamáli eða bara bíða rólegur?
Kv.,
Sæll og takk fyrir fyrirspurnina
Ég ráðlegg þér eindregið að ráðfæra þig við þinn meðhöndlandi lækni
Með kveðju
Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur