blóð í þvagi

blóð í þvagi

Sæl/ll og takk fyrir fyrirspurnina,
Nú veit ég ekki alveg hver spurning þín er. En ef þú ert með sjáanlegt blóð í þvagi mæli ég með því að leita til heimilislæknis.
Hafa ber í huga að rauðleitt þvag er ekki alltaf vegna blóðs. Matarlitur, fæðutegundir á borð við rauðrófur og ber, sum lyf, svo sem aspirín og viss sýklalyf, og ákveðnir sjúkdómar geta litað þvag rautt.

Blóðmiga er í sjálfu sér ekki hættuleg og veldur ekki miklum blóðmissi, en hún getur verið merki um undirliggjandi sjúkdóma sem sumir hverjir eru alvarlegir og því ætti alltaf að leita til læknis og láta rannsaka hvað um ræðir ef blóð er í þvagi.

Gangi þér vel,

Bylgja Dís Birkisdóttir
Hjúkrunarfræðingur