Blóð í þvagi !

Hverjar eru mögulegar ástæður fyrir því ?

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina.

Blóð í þvagi er einkenni sem þarf alltaf að skoða betur. Það getur t.d. verið að þú sért með sýkingu í þvagi eða nýrnasteina svo eitthvað sé nefnt. Ég ráðlegg þér að heyra í heilsugæslunni þinni og fá tíma hjá heimilislækni.

Gangi þér vel,

Særún Baldursdóttir, hjúkrunarfræðingur