Blóðlituð útferð
Sæl/l og takk fyrir fyrirspunina
Nú er ég ekki viss hver spurningin hjá þér er, en blóðlituð útferð getur komið í upphafi blæðingar eða í lok blæðingar þegar legið er að hreinsa sig. Einnig getur brún eða blóðlituð útferð komið við egglos í miðjum tíðahringnum, eða snemma í meðgöngu þegar blæðingar ættu að vera að byrja. Ef þú færð blóðlitaða útferð en engar blæðingar og hefur verið að stunda óvarið kynlíf þá er nauðsynlegt að gera þungunarpróf.
Vona að þetta svar geti hjálpað þér
Gangi þér vel,
Sigrún Sigurjónsdóttir hjúkrunarfræðingur.