Blóðnasir hjá 71 árs einstaklingi sem aldrei hefur fengið blóðnasir.
Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina.
Blóðnasir geta komið hvenær sem er og eru yfirleitt skaðlausar. Húðin í nefi er mjög þunn og viðkvæm og þarf oft lítið til að rof komi á hana svo blæði. Þó er ráðlegt að fylgjast með einkennum um hækkaðan blóðþrýsting hafi maður sögu eða einkenni um slíkt.
Ég bendi hér á góða grein um blóðnasir, https://doktor.is/grein/blodnasir
Gangi ykkur vel,
með kveðju,
Lára Kristín Jónsdóttir
Hjúkrunarfræðingur.