Blóðprufur

Sæl
Eg var að velta því fyrir mér hvernig hægt er að örfa æðarnar til að það sé hægt að ná auðveldlega blóði úr þeim, ég er með mjög fínar æðar og krækklóttar , þannig að það er mjög erfit að ná blóði úr mér þegar ég þarf í blóðprufu, Er eitthvað sem ég get til að örva þær svo að það sé auðvelt fyrir hjúkrunarfólkið á ransókn að taka úr mér blóð.

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina.

Það getur verið ágætt að hafa farið í heitt bað á undan og vera vel klædd/ur á leiðinni á sýnatökustað. Mæta tímanlega og hita hendur undir vel volgu vatni áður, gera stórar hreyfingar með handleggjum,í gegnum axlalið, nokkrar mínútur fyrir sýnatöku sem eykur blóðflæði og hitar líkamann.  Ekki reykja áður en farið er í sýnatöku.

Kveðja

Guðrún Ólafsdóttir,

hjúkrunarfræðingur