blöðrubólga

Hefur celecoxib áhrif á blöðrubólgutil batnaðar?

Góðan dag,

 

Blöðrubólga er sýking af völdum þarmabaktería. Það geta verið ýmsar ástæður fyrir því að bakteríur setjast að í blöðru, svosem vegna þvagtregðu, ófullnægjandi þvottur í kringum þvagrás, sníkjudýr, kynsjúkdómar og stækkaður blöðruhálskirtill. Einnig eru konur sérstaklega viðkvæmar fyrir blöðrubólgu vegna þess hve stutt þvagrás þeirra er og hve nálægt þvagrásarop er endaþarmi.

 

Yfirleitt er meðferð við blöðrubólgu sýklalyfjagjöf í samráði við lækni, svo ég svari spurningu þinni þá er Celecoxib bólgueyðandi verkjalyf sem ofast eru notuð við gigtarverkjum. Ég hef ekki heyrt um meðferðir með notkun Celecoxib vegna blöðrubólgu og þú ættir ekki að nota það nema að höfðu samráði við lækni. Sérfræðingar nota stundum önnur lyf en þessi venjulegu og stýra þá þeirri meðferð á grundvelli sinnar þekkingar.

Þær meðferðir sem reynast árangursríkar í forvarnarskyni og samhliða meðferð eru:

– Halda vel að sér vökva, þannig næst blaðran að skolast vel

– Passa að tæma blöðruna alveg eftir þvaglát

– Þvaglát eftir kynlíf, þá skolast bakteríur í burtu sem gætu hafa komist í þvagrásina.

Ef frekari spuningar vakna hvet ég þig að hafa samband við þína heilsugæslu.

Gangi þér vel,

Rakel Ösp Óskarsdóttir, hjúkrunarfræðingur.