Blöðruhálskirtill

Hvaða afleiðing hefur það á líkaman þegar blöðruhálskirtill er fjarlægður?

Sæll og takk fyrir fyrirspurnina.

Það hefur svipaðar afleiðingar á líkamann hvort sem blöðruhálskirtillinn er fjarlægður eða beitt er geislameðferð – svokallaðri innri geislameðferð þar sem geislavirkum kornum er komið fyrir í kirtlinum.

Flestir karlar fá aukaverkanirnar ristruflanir og þvagleka. Það stafar af því að þvaglokan er rétt fyrir neðan blöðruhálskirtilinn og taugar og æðar sem fara niður til getnaðarlims liggja þétt við kirtilinn svo erfitt er að hlífa þeim við aðgerðina. Ristruflanir eru þá bæði við að fá ris og halda risi. Aukaverkanir geta lagast með tímanum og ýmis meðferðarúrræði eru í boði.

Ég læt fylgja með góðan bækling um blöðruhálskritilskrabbamein:

https://www.krabb.is/media/baeklingar/baeklingur-blodruhalskirtilskrabbamein-fyrir-net-A4-1402.pdf

Gangi þér vel,

Svanbjörg Pálsdóttir, hjúkrunarfræðingur.