Blóðtappa í heila

Góðan dag!
Ég fékk blóðtappa í höfuðið í júní á síðasta ári og er á batavegi. Hvar er hægt að fá sérfræðilegar ráðleggingar um bataferlið?

Sæl/ll og takk fyrir fyrirspurnina

Bataferli eftir alvarlega sjúkdóma er alltaf einstaklingsbundið. Bati eftir blóðtappa fer eftir persónulegum þáttum eins og stærð og staðsetningu tappans,  tímalengd þar til þú kemst undir læknishendur, aldri og öðrum undirliggjandi sjúkdómar svo eitthvað sé nefnt.

Þú skalt þess vegna fá aðstoð og ráð hjá heilsugæslulækni eða þínum sérfræðingi.

Gangi þér vel

Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur