Blóðþrystingur 11 ára barns

Ef 11 ára barn mælist með 98/66 í blóðþrystingi og púls 117 er það í lagi ?
Hvað er normal blóðþrystingur hjá 11 ára strák?

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina

Gildi fyrir blóðþrýsting hjá börnum eru almennt lægri en hjá fullorðnum og hækka eftir því sem þau eldast, stækka og þyngjast. Erfitt er að gefa upp eina rétta tölu fyrir ákveðinn aldur en gildin ráðast m.a. af hæð og þyngd barnsis. Einnig skiptir máli að mansettan á blóðþrýstingsmælinum passi rétt á viðkomandi til að réttar tölur komi fram, auk þess skal hafa í huga að ýmsir utanaðkomandi þættir hafa áhrif á lífsmörk.  Viðmiðin sem notuð eru fyrir blóðþrýsting 11 ára barna er 95-120 í efri mörk og 57-80 í neðri mörk og viðmiðin fyrir púls eru 58-90 sofandi en 75-120 sé barnið vakandi. Hafi sonur þinn verið vakandi þegar þessi lífsmörk voru tekin teljast þær því innan eðlilegra marka samkvæmt viðmiðunartöflum.

með kveðju,

Sigrún Inga Gunnarsdóttir

Hjúkrunarfræðingur