Hvað þýðir of hár púls, blóðþrýstingur að öðru leyti í lagi.
Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina
Púls er oft notað yfir hjartsláttartíðni, það hversu hratt hjartað er að slá á mínútu. Of hár púls þýðir að hjartað sé að slá mjög oft á mínútu. Púlsinn getur verið breytilegur og talað er um að hvíldarpúls eigi að vera í kringum 72 slög á mínútu hjá fullorðnum einstakling (sumir liggja aðeins fyrir ofan það bil og aðrir fyrir neðan) en margt getur spilað þar inní svo það fer eftir því hvað þú varst að gera áður en mælingin var gerð. Púlsinn hækkar við áreynslu og lækkar í slökun.
Gangi þér vel,
Særún Baldursdóttir, hjúkrunarfræðingur