Blóðþrýstingur

Mæling í morgun 86-40-60. Var látin hætta með á amlo? Ef tekin er ein nú, myndi það bæta þrýstinginn ?

Góðan daginn og takk fyrir fyrirspurnina

Amlo er lyf sem notað er við háþrýstingi, hjartaöng og æðakrampaöng. Ef ég skil mælingar þínar rétt (að blóðþrýstingurinn þinn sé í kringum 86/40) áttu alls ekki að taka Amlo!

Venjulegur blóðþrýstingur er á bilinu 110-139 (systóla) yfir 70-89 (díastóla). Ég bið þig að fara eftir læknisráðum og vera ekki að taka inn lyf nema í samráði við lækni. Ef blóðþrýstingurinn er að breytast mikið hjá þér eða er mjög lágur eða hár, ráðlegg ég þér að hitta lækni eða fara á hjúkrunamóttökuna á heilsugæslunni þinni og biðja um að láta mæla blóðþrýstinginn hjá þér.

Gangi þér vel,

Rebekka Ásmundsdóttir,

hjúkrunarfræðingur