Blóð frá leggöngum 7 ára?

Spurning:
Góðan dag.
Geta 7 ára stelpur fengið blöðrur í legið eða eggjastokkana og ef ekki hvað getur orsakað því að það blæðir úr leggöngum 7 ára gamallar stelpu? Getur verið að það blæði úr leggöngum þegar að maður er með þvagfærasýkingu?

XXX

Svar:
Blessuð.

Það er mjög ólíklegt að þvagfærasýking valdi blæðingu frá leggöngum. Sömuleiðis er ólíklegt að 7 ára gömul stúlka sé með blöðrur í legi eða eggjastokkum. Ég legg til að stúlkan verði skoðuð af barnalækni.KveðjaÞórólfur Guðnason