Blóð í hægðum

Fyrirspurn:

Sæl,

Ég fæ stundun blóð með hægðum þetta hefur komið svona inn á milli í nokkrn tíma, aðalega þó ef hægðir eru harðar. Þetta er bara svona rautt hreint blóð. Hvað getur þetta verið og hvað á ég að gera, finnst óþægilegt að leita til heimilislæknis með þetta.

Aldur:
29

Kyn:
Kvenmaður

Svar:

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina,

Það er erfitt að segja hvaðan blæðing kemur án þess að skoða málið betur en blæðing getur komið út frá gyllinæð. Það er nokkuð algengt og sem er yfirleitt tiltölulega auðleyst mál með þar til gerðum stílum ( t.d. Doloproct og fást án lyfseðis í næsta apóteki). Hitt er svo annað mál að blóð í hægðum á alltaf að skoða og finna hver orsökin er og því hvet ég þig eindregið til að hafa samband við þinn heimilislækninn og fá úr því skorið hvert vandamálið er.

Með bestu kveðju,

Unnur Jónsdóttir,
Hjfr. og ritstjóri Doktor.is