Blóðþrýstingur

Fyrirspurn:

Ég er með ofháan blóðþrýsting. Hvað eru eðlileg mörk? Hvað getur skeð og hver eru einkenni?

svar:

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina.

 

Venjulega er miðað við 140/90 en það þarf fleiri en eina mælingu til. Einkenni eru oft afar óljós og sumir eru með hækkaðan blóðþrýsting í langan tíma án þess að finna nokkurn tíma fyrir því.

Helst er þó að fólk finni fyrir almennum einkennum svo sem svima og höfuðverk.

Á doktor.is getur þú fundið ýmislegt um háan blóðþrýsting, orsök og einkenni.

ég læt fylgja með tengla á gagnlega grein sem geta komið þér að gagni.

 

http://www.doktor.is/index.php?option=com_d-greinar&do=view_grein&Itemid=40&id_grein=401

 

með bestu kveðju

Guðrún Gyða Hauksdóttir