Blöðruhálskirtilsaðgerð

Fyrirspurn:


Vinur minn  fæddur 1930 gekkst fyrir nokkru undir uppskurð við blöðruhálskirtli.   Sagðist hann aðeins legið á spítala í sólarhring eftir aðgerð.  Spurningin er, hvort mismunandi er, hve  lengi menn þurfa að liggja inni.

Með beztu kveðju,

Aldur:
71

Kyn:
Karlmaður

Svar: 

Sæll,

Í dag er venjan sú, að sjúklingar liggi á spítala í 1-2 daga eftir slíkar aðgerðir nema sérstök skilyrði eða veikindi hamli heimför.
 
Valur Þór Marteinsson,
Sérfræðingur í þvagfæraskurðlækningum.