Kinnholubólga

Efnisyfirlit

Hvað er kinnholubólga?

Í andlitsbeinum mannsins eru fjögur pör af holum sem kallast skútar og sýking í þeim því skútabólga eða kinnholubólga. Dæmi um eitt par eru kinnholurnar og annað par t.d. ennisholurnar. Þessi texti miðast að mestu við sýkingu í kinnholum en sýkingar þar og í ennisholum eru algengastar. Við sýkingu þrengjast frárennsligöng frá kinnholum til nefsins. Einkennin eru verkir í kinnum, bak við augu, enni og stundum í hnakka. Kvillinn er algengur hjá eldri börnum og fullorðnum. Meðferðin felur í sér að losa um rennslið frá lokaða holrúminu.

Hver er orsök kinnholubólgu?

Undir venjulegum kringumstæðum fer loft, slím og vökvi um kinnholurnar. Við kinnholubólgu lokast afrennslið frá kinnholum til nefsins vegna bólgu í slímhúð nefsins. Orsök slímhúðarbólgunnar getur verið kvef eða flensa. Kvef hefur alltaf áhrif á afholur nefsins og því er oft stutt í kinnholubólgu. Ef um síendurtekna bólgu er að ræða eða ef bólgan varir lengi telst hún langvinn. Kinnholubólga getur stundum stafað af tannrótarbólgu.

Hver eru einkennin?

Verkir í enni, kinnbeinum, gagnauga, hnakka eða bak við augun.

Verkirnir ágerast ef sjúklingur hallar sér fram eða við hreyfingu og þessu fylgir mikið kvef og nefrennsli.

Mikilli bólgu getur fylgt hiti og sljóleiki.

Í svæsnum tilfellum getur myndast sýnileg bólga á enni eða kinnum.

Á hverju byggir læknirinn sjúkdómsgreininguna?

Greiningin byggist yfirleitt á sjúkdómseinkennum. Læknirinn gengur úr skugga um hvort um sé að ræða kinnholubólgu og þrýstir á húðina sem liggur yfir kinnholunum. Sé um verulega bólgu að ræða er finnur sjúklingur til sársauka. Ef vafi er fyrir hendi er gripið til röntgenmyndatöku.

Hvað er hægt að gera til að forðast kinnholubólgu?

Það er mikilvægt rennslið á milli kinnholanna og nefsins stíflist ekki. Ef sjúklingur fær kvef er gott að huga tímanlega að því að nefgöngin lokist ekki með því að nota slímhúðarherpandi lyf eins og til dæmis nefspray.

Ráðleggingar:

Rétt er að forðast líkamlega áreynslu

Rétt er að forðast mikinn hita og kulda því hitabreytingar auka á verkina

Gott er að anda að sér gufu þar sem raki eykur á rennslið.

Gott er að drekka mikinn vökva þannig að líkaminn sé vel birgður, það þynnir einnig slímið

Gott er að hafa hátt undir höfði við svefn.

Hvað gerir ástandið verra?

Í sumum tilvikum getur bólgan breiðst út í bein, heila og heilahimnur (heilahimnubólga).

Hver er meðferðin?

Lyf sem draga saman æðar í slímhúð nefsins, t.d. nefspray.

Sýklalyf eru notuð í erfiðum tilfellum þar sem hiti fylgir.

Við krónískum kinnholubólgurm getur læknir þurft að blása og skola út úr holunum með þar til gerðu tæki.

Greinin var uppfærð í febrúar 2019  af Guðrúnu Gyðu Hauksdóttur, hjúkrunarfræðingi.

Höfundur greinar